6. ára dóttur minni boðið á deit! thíhí

Hæ, hæ!

Núna eru enn ein jólin liðin og fríið að verða búið. Ég er búin að sofa og borða um jólin, eitthvað sem ég hef ekki gert lengi, úff hvað það var rosalega gott, og vonandi stendur þessi svefn eitthvað með mér í vikunni enda löng vinnutörn framundan. Ég fæ næst frí þar næstu helgi. Þetta er bara svona þegar maður er með 3 börn og nóg af skuldum.Og ég er svoddan remba að ég vil geta séð um mig sjálf áður en ég næ mér í einhvern flottan karl. Og fyrir utan það þá er ég svo mikil stráka stelpa að sumum karlmönnum stendur pínu ógn af mér. Hvað ætli ég gæti svo sem gert þessum greyjum, ég elska þá alltof mikið. Enda á ég miklu fleiri stráka vini en stelpu vini. Mér finnst samskiptin eitthvað svo miklu léttari. Ég á svo marga frábæra strákavini, og ég held að það sé bara best að eiga þá sem vini, þeir enda alltaf með að særa mig ef ég verð skotin í þeim. Og svo er ég líka bara skíthrædd við sambönd, ég verð bara skíthrædd ef ég hugsa til þess að þurfa að taka tillit til einhvers, eða fara að gera einhverjar málamiðlanir, og hvað þá að leyfa honum að hitta börnin mín, úff. Þau eru sko gullið mitt og ég var farin að sakna þeirra alveg hrikalega mikið. Mig langaði bara að fara að ná í þau fyrir 3 dögum síðan. Þau eru svo yndisleg, Elli Goði og Sigurbjörg komu heim í kvöld, en Huginn Orri kemur á morgun. Ég fékk ótrúlega sniðugt símtal í morgun frá einum 6 ára strák. Hann var að bjóða henni Sigurbjörgu á stefnumót. Hann var að koma í bæinn með mömmu sinni og pabba og vildi bjóða Sigurbjörgu í mat og svo í bíó á eftir. Og þegar Sigurbjörg fór út þá sagði hún við mig "mamma þú þarft ekkert að vaka eftir mér ef þú ert þreytt" Hún er 6 ára og hún kom ekki heim fyrr en klukkan 10 og þá sagði hún mér að hún hefði bara knúsað hann en ekki kysst hann, af því að hún væri sko ekki skotin í honum og fyrir utan það þá væri það bara gamalt fólk sem kysstist. Hún er svo flott, hún er svo mikill rokkari hún vill bara hlusta á þungarokk og pönk, og vill allra síst ganga í  bleikum fötum, það er algjör pína fyrir hana. En ég ætla að fara að sofa núna, því segi ég góða nótt. kveðjur til allra. Þóra Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband