12.6.2007 | 18:47
Marin og Blá
Ég er ekkert rosalega fín í dag. Ég haga mér víst ekki alltaf eins og konur á mínu aldri eiga að gera. Ég er klikkaða kerlingin í sveitinni sem djöflast á fjóhjóli allan daginn. Ég á kannski skilið smá ákúru eftir gærdaginn, enda er ég marin, blá, rispuð og helvíti bólgin eftir fjórhjólaferð gærdagssins, en þetta var bara gaman og pínu gott á mig, afþví að ég slapp svona vel. Ég var bara nokkuð heppin að ekki fór verr. En ég uppgvötaði mér til skelfingar að þetta er bara ógeðslega gaman og ég held að mig langi frekar í krossara en hippa, enda er ég að rembast við að læra núna á hjól, svo að ég geti tekið mótorhjólaprófið í lok júní byrjun júlí. Og þá þarf ég bara að taka meiraprófið, og þá er ég komin með það sem mig langar í af ökuréttindum.
En dagurinn í dag er búinn að vera fínn, frábært veður temmilega mikið að gera í vinnuni og sólin skín. Ég ætla að reyna að fara að skokka á vellinum í kvöld eftir vinnu ef löppin verður góð og reyna að liðka mig aðeins upp.
Annars hlakka ég svo mikið til þegar hún Emma mín kemur að vinna hjá mér að ég veit að þið trúið því örugglega ekki.
Skrifumst seinna!
Athugasemdir
hlakka líka til að koma til þín enda ertu besti yfirmaður í heimi það eru ekki sem að eu til að slá mig jafn oft á bossan og þú en stið þig þú ættir að taka meiraprófið,,,,, þú slærð hvaða kallmanni sem er út í öllu sem að þú gerir
Hlakka líka til
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 14.6.2007 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.