Góður dagur.

Hæ, hæ!

Komst loksins inn á síðuna. Ég var í fríi í dag, leikskólinn var lokaður og skólinn ekki byrjaður, þannig að ég var bara í rólegheitum með krökkunum mínum í dag. Við fengum okkur að borða í hádeginu með Emmu vinkonu og Blæng syni hennar á Kaffi Torgi, og þar fékk ég án efa einn versta fisk sem ég hef á ævinni fengið, algjör peningasóun:( þetta var var ógeðslegt. Svo kíktum við krakkarnir niður á slökkvistöð og fengum okkur kakó og spjölluðum aðeins við strákana. Rolf fékk svo að æfa sig í að taka blóðþrýsting á krökkunum, og þau voru ekkert smá ánægð með alla þessa athygli. Svo fórum við heim og slöppuðum aðeins af, áður en við fórum til mömmu og elduðum fyrir gömlu. Amma og afi komu svo þangað og afi stríddi krökkunum þangað til að þau voru orðin alveg snar, og þá var tími til kominn að halda heim og koma krílunum í háttinn. Ég var ekkert smá glöð þegar ég kom Ella Goða sofandi upp, hélt að þetta væri bara komið hin stóru börnin mín voru svo góð að fara að sofa, en nei. Elli Goði vaknað aftur kl 23:30, hinn hressasti eftir 3,5 klst. svefn og var bara að sofna núna, sá verður aldeilis brosmildur í fyrramálið, eða þannig. Ég er farin að kvíða fyrir að vekja hann í fyrramálið, úff, hann getur verið hryllilega erfiður í skapinu þegar hann er þreyttur. En þetta verður örugglega ekkert mál, ég verð bara að vera jákvæð, þá gengur allt miklu betur. En ég var svo ánægð með hana mömmu í dag. Hún ætlar að leyfa krökkunum að gist hjá sér um helgina af því að ég er að vinna á Amor bæði fös. og laugardagskvöld. Og það er alveg frábært, ég get þá kannski sofið eitthvað smá um helgina þó lítið sé. Ég fékk svo smá pistil frá Emmu vinkonu í dag, og ég er búin að vera að hugsa mikið um það sem hún sagði og þetta er flest allt rétt hjá henni, enda er hún góð vinkona. ég ætla að fara að slaka á í djamminu og fara að gera eitthvað í mínum málum, mér var farið að líða svo vel, en nóvember og desember hafa verið erfiðir. Þá er ekkert annað að gera en sparka í rassinn á sér og laga hlutina. Fara aftur í ræktina, ljós, út að labba,í sund með krakkana, í fótbolta með Orra, drífa sig í að fara að skjóta smá af svartfugl með strákunum og tala við sálfræðing, og reyna að koma þessari ógeðslegu fortíð eitthvað langt í burtu. Það er ekki hollt fyrir nokkurn mann eða konu að vera með svona sár á sálinni og hjartanu. Ég er nefnilega að verða komin aftur í þennan pakka að hata sjálfa mig eins og ég gerði. En stopp strax, það er miklu léttara að byrja aftur núna áður en þetta verður verra. En hlutirnir eru nú ekkert afleitir samt, og mér líður ekkert brjálæðislega illa, og núna liggur leiðin bara uppá við. En ég ætla að fara að koma mér í bólið og reyna að sofa aðeins. Góða nótt fallega og frábæra fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Gangi þér vel kæra vinkona það þýðir ekkert að hata sjálfan sig þú getur svo margt og það er alltaf hægt að snúa blaðinu við og lita aðra mynd þar, þykir vænt um þig.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 5.1.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband