16.10.2007 | 21:46
Reykjavík, borg óttans
Hæ, fólk!
Ég er svo kát í dag, bara 3 dagar í að ég fari til Reykjavíkur. Það er sumar-slútt hjá bílaleigunni, og ég er svo spennt. Það á að vera einhver óvissuferð sem byrjar kl 15:00, og markmiðið er að innbyrða eins mikið áfengi og maður getur í sig látið. Og ég stend mig yfirleitt mjög vel í því.
Ég ætla líka að hitta vini mína í borginni og reyna að kíkja í IKEA, kannski að skoða föt og svo var ég búin að lofa nýjum íþróttafötum á krakkana mína. En þetta á aðallega að vera ferð fyrir mig og ég ætla að reyna að njóta þess. Ég á reyndar mjög bágt með að gera eitthvað fyrir sjálfa mig án þess að fá samviskubit, eitthvað svona mömmu dæmi.
Svo ætla ég að gista hjá "vini" mínum, og ég hlakka svo mikið til að hitta hann. Ég tel niður dagana.
Athugasemdir
,, VINI þÍNUM;;:;:;:;:;:; ætli þú komist nokkuð út úr ýbúðini hans he he og komir svo þreytt og ósofin heim en góða skemmtun vantar Tom Waits í afmælisgjöf ef þú finnur hann í rvk.... bið að heilsa vininum
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 17.10.2007 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.