HELGIN!!!!!!!!!

Hæ, hæ daman er komin aftur!

Þetta var nú meiri djamm ferðin, en líka svolítið "rólegt og rómantískt"InLove Þetta var stress föstudagurinn MIKLI. Ég var á hlaupum frá því kl 08:00 um morguninn og þangað til að ég komst upp í flugvélina kl 18:40. Ég var það sein að ég skipti um föt í bílaleiguklefanum fyrir flugið, mamma þurfti að tékka mig inn í flugið af því að ég var orðin of sein, og á meðan ég leigði út 1 bíl, svo þurfti ég að sparsla í andlitið á mér í flugvélinni á leiðinni til "borg óttans". Þvílíkt stress, úff!

Þegar við lentum, þá var líka þessi myndarlegi maður að bíða eftir okkur á flugvellinumWink Flottur! Þrælklár fótboltastrákur, hvað er betra en það?

Þá var stefna tekin upp á Laugarveg, þar sem við fóru á Hereford steikhús og ég fékk alveg æðislegan mat. Humar í forrétt og nautafille í aðalrétt, ætlaði að fá mér desert en ég bara gat ekki meir. Ég hélt að ég þyrfti að láta keyra mér út í hjólbörum af því að ég var hálf afvelta. Ég hálf skammaðist mín fyrir græðgina, ekki vissum að gaurinn hafi fílað svona matargatBlush Eftir þetta var farið heim og 2 rauðvínsflöskum seinna var farið að kúra. LJÚFA LÍF!

Á laugardaginn var vaknað og farið að eyða peningum, sem gekk alveg skínandi vel, ef þið vilduð vita það, og það var mjög gaman að eyða þeim. Svo var farið og náð í pizzu og 1 hvítvín gufaði hreinlega upp, ég ætlaði svo að leggja mig í smá stund fyrir djammið, en vaknaði óvart rúmum 2 klst seinna við símann, úfffWhistling Þá var það bossinn minn að hringja og segja mér að rútan væri að fara, bömmer, ég eins og hálfviti alltof sein, en úthvíld. Og hver þið að hafi komið að ná í mig? Ég skal segja ykkur það, bara til að ég skammaðist mín meira, enginn annar en Björn framkvæmdarstjóri bílaleigunnar. Ég eins og kúkur í framsætinu. En þetta er fínn kall, þannig að ég var farin að jafna mig þegar við vorum að koma til Keflavíkur.

Há punkturinn var sem sagt málið hjá bílaleigunni og þar var drukkið, daðrað og dansað. Smá trúnó hjá mér og Lilju en allt í góðu og svo var bara drukkið ennþá meira. Um kl 2:30 var farið að henda liðinu í rútuna og sum okkar fóru niður í miðbæ Reykjavíkur og við skruppum á Dubliners, en þaðan fór ég upp á slysó með sjúkrabíl þar sem fótblotastrákurinn minn var saumaður saman, en hann fékk þá hugmynd að detta á hausinn og láta mig fá næstum taugaáfall, þegar hann kom inn aftur alblóðugur, ég beið bara eftir því að sjá glerflösku standa út úr hausnum á honum. En hann lét það ekki mikið á sig fá og reyndi við bæði lækninn (sem er kona) og hjúkkuna, þó að ég væri á staðnum. Þetta er nú einu sinni karlmaður með hormónana í lagi.

Sunnudagurinn fór mestmegnis í það að liggja í rúminu og reyna að ná úr sér þynnkunni, og skjálftanum og reyna að njóta tímans með gaurnum, áður en haldið var heim á leið. Nenni ekki að skrifa meir.

kveðja Þóra Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband