24.10.2007 | 21:09
Nú á að reyna að vera dugleg!!!
Hæ, hæ skemmtilega fólk!!!
Núna er Þóra gamla að reyna að byrja að taka á því aftur, enda tími til komin. Ellismellurinn farin að reyna að sprikla eitthvað í ræktinni, úff strengir, en samt ekki slæmir í dag, verða örugglega verri á morgun, það voru nefnilega lappir í dag + 200 kviðæfingar, BURT MEÐ MAGANN!!! engin ástahöld meir.
Þetta er erfitt en gaman og þetta var mjög gaman í dag af því að Emma vinkona kom með mér, við settum Sigurbjörgu "mína" og Blæng "hennar" í pössunina á meðan og púluðum svo í klukkutíma. Tíminn líður miklu hraðar þegar maður er í svona skemmtilegum félagsskap. Ég var bara mjög ánægð með að hafa drifið mig aftur í dag og ég var búin að gleyma hvað ég verð fljótt háð því að lyfta, ég er svo manísk þegar ég byrja. Ég þarf alltaf að verða rosalega sterk, og það kom upp í dag líka alveg um leið, keppnisskap er ekki alltaf gott.
En það var nóg að gera í vinnunni í dag og ég er orðin pínu þreytt, ég get ekki sofnað fyrr en augun eru komin í kross og ég er vöknuð á undan vekjaraklukkunni á morgnana og svona er þetta búið að vera í ca. 3 vikur. Ég er að vona að ræktin hjálpi mér eitthvað með þetta, en ef ekki þá GUÐ hjálpi öllum í kringum mig. Emma vinkona færði mér í dag einhverjar náttúrulegar svefntöflur og ég ætla að prófa, ég er vissum að ég myndi prófa að éta fífla ef það myndi gera gagn. En ég svaf nokkuð vel um helgina og ég held að það sé einhverjum öðrum að þakka en mér, takk Kxxxxxxx. Ég held nefnilega að góð og holl hreyfing sé málið..HEHEHE.
Ég verð sennilega enn og aftur ein í vinnunni á morgun, en það er allt í lagi, af því að ég er búin að vinna vel í vikunni, en það var til að reyna að létta hjá mér helgina,af því að ég verð að vinna á Kaffi Amor föstudags og laugardags kvöldið.Ég er samt alveg að fíla það að vinna svona á bar aftur eftir gott hlé. Það er samt stundum eins og maður sé hálf þunnur daginn eftir, þið vitið hávaðinn og lætin, en þetta er samt eiginlega bara gaman. En gaurinn er hættur við að koma norður um helgina og ég varð eiginlega bara fúl á móti, hálf barnaleg ekki satt? Eða kannski bara frek? Hvað er málið? Reyndar var mér bent á að þetta væri bara gredda enda væri ég að komast á blómaskeið kvenna 30-40 ára, en ég er nú bara 29 ennþá, kannski er ég bara svona bráðþroska, hehehe, greyið allir litlu strákarnir þarna úti. Gamla kannski bara komin með gráafiðringinn. hehehehehehe Ykkur finnst þetta kannski ekki fyndið, en mér finnst það....enda myndu þið hlæja ef þið sæjuð sumt sem ég er að hugsa núna, tíhí. En vonandi er ég nú ekki búin að fæla mann greyið burt með fýlu og frekju, mér finnst alltof mikið varið í þennan strák. Sætur, skemmtilegur, vel vaxinn, klár, góðan húmor og stendur sig vel í lífinu þetta er enginn andskotans mömmu strákur sem maður þarf að mata og ala upp. Hann verður seint "fúll og feitur", eða það ætla ég rétt að vona. Þá verð ég sár, mjög sár.
En nóg af þessu bulli ég ætla að fara að vera leiðinlega mamman og fara að slökkva á sjónvarpinu hjá krökkunum og segja þeim að loka augunum og fara að sofa. Og ég ætla að prófa þetta náttúrulyf sem Emma gaf mér, kannski er ég orðin svona leiðinleg við hana, vona ekki hún á það síst skilið.
Hafið það sem allra best.
Þóra svefnlausa
Athugasemdir
ÞÚ ert svo ung allt of ung fyrir gráafiðringin, hef trú á þér í rægtinni þú ert ekkert smá sterk kona enda lyftuðu mér bara upp ef að ég er að rífa einhvern kjaft, flottar myndir sæta, gangi þér vel um helgina held að þú sért söluhæðstabarkonalandsins enda á blómaskeiði lífs þíns
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 26.10.2007 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.