Bara klúður!

Hæ, hæ!

Núna er klukkan 05:15 og ég var að skríða heim úr vinnunni, og ég er í djúpum skít. Ég gleymdi vinnusímunum, báðum af bílaleigunni, í hinni vinnunni (kaffi Amor). Þetta er búin að vera hrikaleg helgi, ég vann 21 klukkutíma á föstudaginn og 20 klst. á laugardaginn. úff hvað ég er þreytt í skrokknum. Ég er reyndar svo uppspennt núna eftir vinnuna á kaffinu að ég er að spá í að fá mér 1 Thule og skella Pulp fiction í videoið. og vona að ég sofni fljótlega. ég á svo erfitt með að sofna þegar ég er búin að vinna svona lengi.

Annars er nú mest lítið að frétta, ég og gaurinn erum hætt að hittast og ég er á hálfgerðum bömmer yfir því, eiginleg bara ofboðslega svekkt. Ég var að fíla þennan gaur alveg í ræmur og ég sakna þess að heyra í honum. En ég hefði ekki átt að vera að spyrja spurninga sem ég vildi ekki heyra svarið við, þannig að þetta er víst miður búið, snökt, snökt. Ég var eiginlega bara grátandi allan daginn sem þetta gerðist, en sem betur fer sá hann það ekki og honum er sjálfsagt skít sama. En svona er nú víst lífið, og ég jafna mig vonandi fljótlega. Það vantar nú samt ekki mennina í lífið hjá mér og ég skil ekki alveg hvað er að gerast, því að ég er ekki vön að fá svona ofboðslega mikla athygli. En ég er ennþá með gaurinn í huganum og er ekki alveg til í að láta drulla svona yfir mig aftur í bráð. Win some, lose some. Ég er samt að hugsa um að fara til Reykjavíkur næstu helgi að djamma með strákunum, það er voða freistandi, en Emma vinkona er líka að fara að leika í sýningu og hún var að bjóða mér á hana, líka næstu helgi og mig langar að sjá hana líka. ég veit ekkert hvað ég á að gera. Það ræðst bara næstu daga. En ég er bara svo hrædd um að gera einhvern andskotann af mér þegar mér líður eins og mér líður núna. En nóg af þessu volæði, ég ætla að setja inn 3 myndir núna og fara svo að sofa. þær eru af vinum mínum, Fúsa, Gunna og Kristjáni, en þeir kíktu í vinnuna til að reyna að hressa mig við um helgina. Ég elska þá alla þeir eru yndislegir.

Ég vona bara að það verði ekki 10 misst calls á vinnusímunum á morgun. best að kíkja á textavarpið áður en ég fer að sofa, og ath. hvenær fyrsta flug er. Góða nótt yndislega fólk. 

Kveðja Þóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Innlitsknúa, gott að það er ekki alltaf brjálað að gera á bílaleigunni svo að þú átt góðar pásur þar dúlla, annars ertu dugnaðarforkur og skemmtilegar myndir.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 29.10.2007 kl. 15:21

2 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

átti að vera innlitsknús

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 29.10.2007 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband