3.2.2008 | 03:29
Vá, hvað ég er búin!
Góðan og blessaðan, kæra fólk!
Núna er gamla laglega þreytt, en góðu fréttirnar eru að ég er að fara í 2 vikna frí Krakkarnir mínir eru að kafna úr gleði yfir þessum óvænta viðburði og eru strax farin að byggja skýjaborgir. Ég hlakka reyndar rosalega til, enda ekki vön svona fríi. En ég er reyndar bara með svona frekar leiðinleg plön, ss. taka til og þrífa allt hátt og lágt, en það tekur ekki marga daga. Ég ætla svo að skella mér í súper mömmu gírinn og baka, sauma, og elda góðan mat. Og svo ætla ég að knúsa börnin mín í klessu og leyfa þeim öllum að sofa uppí hjá mér. ég er farin að sakna þess að eyða tíma með þeim, ég er búin að vera á hlaupum alla daga og hef ekki átt neinn afgang. En ég ætla að fara að sofa núna og vera hress og kát á morgun, blogga fullt og setja inn myndir og síðan en ekki síst gera fínt heima hjá mér og kannski að ég eyði smá pening í 1 rósabúnt til að hafa hér heima, það er alltaf svo kósí. Góða nótt og skrifumst á morgun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.