Þetta er allt í rugli!

Það er alveg sama hvað ég ætla mér að reyna að vera dugleg að blogga, það bara gerist ekki neitt. En smá fréttir núna sem ég man, svo ætla að ég skrifa núna eins og ég nenni og senda þetta óritskoðað á netið, vonandi kemst ég ekki í vandræði útaf því.

 Eins og flestir vita (sem umgangast mig reglulega) þá er ég hætt hjá Budget bílaleigunni, og komin í fulla vinnu á Kaffi Amor. Og þvílíkur munur,( oHHH littin) smá einkahúmor. Ég er bara alsæl þar og þetta er eitthvað svo miklu meira égDevil.

 Það er búið að vera nóg að gera heima, enda krakkarnir mínir alsælir með að ég sé farin að vera meira heima. Ég vona bara að það sé nóg fyrir mig að vera í  einni vinnu, ég er að fíla það í botn.

Svo er ég byrjuð aftur í ræktinni með Hafrúnu, og hún pískar mig áfram, og ég fíla það.

Ég var líka að kaupa mér eitt stykki mótorhjól, Honda Shadow, ný sprautuð og yfirfarin, ég verð sennilega hýdd og hengd þegar mamma og  co kemst að þessu, en ég hef ekki þorað að segja henni frá þessu. Henni fannst nóg um þegar ég  velti fjórhjólinu yfir mig, hún, fóstri og afi og amma hreinlega trompuðust þegar ég fór að tala um að kaupa mótorhjól, en núna er það búið og gert og núna er bara mótorhjólaprófið framundan. Og svo stefni ég á meiraprófið þar næsta sumar.

Ég er líka búin að vera dugleg að kíkja út á lífið, svo að ég koðni nú ekki alveg niður. Ég skellti mér í Leikhús um daginn með Emmu og Guðrúnu vinkonum mínum og við sáum Fló á skinni, alveg frábært verk. Og núna langar mig líka að sjá nýja leikritið hjá LA. Ég er líka búin að lofa sjálfri mér að fara að rölta á fleiri myndlistasýningar með hækkandi sól.

Og svo ætla ég  vera dugleg að fara að skokka út í kjarna í vor og sumar og halda áfram í ræktinni og verða stór og rosalega sterk( Ég tek kreatín og vítamín,... vöðvastæltur)Cool Ég er líka að byrja á karate æfingum og ætla aðeins að efla sjálfstraustið, ekki veitir af.

 Ég virka kanski hrokafull, en það er bara til að fela feimnina og minnimáttarkenndina, en ég er ennþá skíthrædd við að treysta fólki,ég er bara hrædd um að verða særð og svikin, og kannski þess vegna er ég svon köld. Ég get fryst mig algjörlega. Ég hræði stundum sjálfa mig, af því að ég get lokað svo algjörlega á allar tilfinningar ef ég þarf á því að halda.

 En ég er samt alltaf að verða ánægðari og ánægðari með sjálfa mig. Sjálfsvirðingin mín hefur tekið heljarstökk á tæpu ári og ég er alltaf að verða óhræddari við að vera ég. Stóri strákurinn minn hefur hótað að skipta um skóla ef ég verð ekki áfram yngsta mamman í bekknum hans, hann er svo montinn af rokk/pönk mömmunni sinniCool og hann talar alltaf um hvað ég er miklu ánægðari og skemmtilegri núna.

En mikið langar mig á Bob dylan tónleikana, ég er alveg sjúk í það. Ég væri líka alveg til í að skreppa til Hollands og hitta gömlu vini mína í sumar og ég vildi líka kíkja til Huldu á Bahamas. En það eru takmörk fyrir því hvað ég get gert. En ég ætla með krakkana til Danmerkur í 10-14 daga í ágúst, að hitta Gulla bróðir og fjölskyldu, það er ákveðið. En núna nenni ég ekki að skrifa meir og ætla að fara að koma krökkunum niður og fá smá næði. bæjó

Ps. thoraflo@hotmail. com svo þið getið spjallað á msn ég er líka með skypið  þar finnið þið mig undir Þóra Kristín Flosadóttir og svo er ég líka á facebook  undir thorakristin Þar er ég að setja inn fullt af myndum.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband