Betri heimur-draumórar?

Kannski erum við of upptekin af okkar eigin hagsmunum til að geta tekið eftir náunganum sem við mætum út í búð. Hver þekkir það ekki að spyrja einhvern "hvað segir þú gott" og vilja bara fá svarið fínt. Við viljum oftast ekki fá neitt nema góðar fréttir, hversdagslegt spjall um daginn eða veðrið. Og við vinkonurnar vorum að spá í það að oft þorir maður ekki að tala við fólk, af því að það gæti bara kíkt í heimsókn, he he.

Við erum að verða svo hrædd og upptekin af okkur sjálfum að við viljum ekki kynnast nýju fólki, í ótta um að það gæti valdið okkur vonbrigðum eða sært okkur. Einnig tel ég að við séum farin að hafa það of gott til að hafa áhyggjur af öðrum. Það er svo gott og einfalt að vera bara upptekin af sér og sínum.

Þið megið ekki skilja það sem svo að mér líki þetta ástand, en ég skil það. Ég er að lesa og sjá í fréttum hluti um fólk, sem ég vil ekki kynnast, og sjálfsagt er það sem var að fæla mig frá því að kynnast nýju fólki. En það er svolítið síðan að ég uppgvötaði þessa "hugsunarvillu" í mínum litla kolli. Og ég hef tekið miklum framförum síðan, ekki þannig að ég sé farin að banka uppá í hvaða húsi sem mér dettur í hug. En ég er samt ennþá þeirrar skoðunar að við hugsum ekki nóg og vel um náungan. Og ég tel að þetta sé að fara versnandi og það sé ekki bara einhver 1 hlutur sem er að gera þetta svona.

Ég tel tildæmis að jafnréttisbaráttan sé ekki algóð og hún hafi líka sent okkur aftur til fortíðar. Mér finnst að við konur séum oft á tíðum að tapa okkur í einhverri hörkutóla baráttu og séum að fórna því sem hefur einkennt okkur. Ég heyrði á tal 2 erlendra manna sem sögðu að það þyrfti að passa sig á því að gera ekki of mikið fyrir íslenskar konur ss. bjóðast til að bera pokana fyrir þær, opna bílhurð, og sérstaklega að passa sig á því að segjast ætla að sjá um okkur, því að þetta er víst niðurlægjandi fyrir okkur. Erum við að fórna HERRAMENNSKUNNI fyrir jafnréttinu, Fyrir mína parta þá vil ég halda þessu öllu. þ.e.a.s. Jafnrétti, sjálfstæði og herramennskunni. Kannski er ég gamaldags, en  hver veit. Ég tel Íslenskar konur vera ótrúlega sterkar, stoltar og sjálfstæðar og óhræddar við að sækjast eftir því sem þær vilja, og ég er stolt al-Íslenk kona.

Takk í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

 flott blogg vinkona já við erum hörkutól en er alveg tll í smá herramensku líka láta bera innkaupapokana, og svona finnst það flott... er sjáf herramaður held opnu fyrir gamlingjum og öðru liði er þá ekki jafnrétti í gangi  en þú æði

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 14.6.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband