Hugsa hraðar en ég skrifa! Fúlt?

Hvað er málið með það að vera svona illa skrifandi á lyklaborðið, ég er reyndar lítið á netinu og bara yfir höfuð í tölvunni. En ég vil svo mikið geta skrifað hraðar. Ég er oft að reyna að blogga eitthvað en kem því svo illa frá mér út af því hve hægfara ég er og hugurinn ber mann víst bara hálfa leið:(

En það sem er helst að frétta er það að Emma besta vinkona mín er komin að vinna hjá mér í Laugabæ og það er svo frábært. Hún er svo ofboðslega drífandi persónuleiki og það er bara svo gott að hafa svona kraftmikið starfsfólk í vinnu hjá sér.

Ég get svo sagt frá því að við skruppum á djammið á Akureyri síðasta föstudag, og fórum að sjá Helga og hljóðfæraleikarana, og þeir eru tær snilld. Þetta er svo skemmtileg grúbba, með frábæra texta og góðan húmor, að maður bara getur ekki annað en skemmt sér konunglega.

Ég hef nú annars fátt að segja ég labba, vinn syndi, hugsa um börnin og sef. Orri elsti strákurinn minn sem er 9. ára er að fara að keppa á miðvikud. í fótblota á Akureyri og Sigurbjörg stelpan, 5 að verða 6 ára, mín er að fara að gista hjá vinkonusinni á Hrafnagili og Mæja fósturdóttir mín 16. ára bauð ygsta syni mínum honum Ella Goða, 2 að verða 3 ára, að koma með sér inná Akureyri í 2 daga, Þannig að það verður afslöppun í 2 daga hjá mér, engin börn fyrr en á fimmtudagskvöld.

Bæjó þóra 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband