Ljúfa helgin!

Hæ, hæ

Ég er án efa með lötustu bloggurum á landinu, en svona er nú lífið. Ég er núna með fullt hús af auka börnum og rosa fjör hjá þeim. Þetta er svo miklu léttara þegar þau eru svona mörg saman, þá eru þau svo dugleg að leika sér.

En ég átti alveg frábæra helgi, ég bauð 2 vinkonum mínum í mat og við borðuðum þangað til að við stóðum á blístrinu, og svo loksins þegar að við gátum staðið á fætur þá drifum við okkur á djammið, við kíktum á Vélsmiðjuna (endurvinnsluna), kaffi Amor og enduðum á Kaffi Akureyri. Það var mikið dansað, drukkið og daðrað það kvöld, enda 3 drottningar þar á ferð. En nóg af monti!

Þar kynntist ég flottum strák, sem er án efa mjög áhugaverður og skemmtilegur karakter. það er svo gaman að hitta fólk sem er svona fullt af fróðleik, hugmyndum og sterkum skoðunum. Ég elska að  rökræða við fólk og skiptast á skoðunum. Þetta er nú samt ekkert alvarlegt. Ég er svo meingallaður persónuleiki, þannig að ég er fljót að klúðra svona. En þetta er sjálfsagt ein ljúfasta helgi sem ég hef átt í mörg ár Halo Enda er ég algjör engill. Saklaus og góð He heBlush En þessa helgi framkvæmdi ég ýmislegt sem ég hélt að ég myndi aldrei gera, og þið getið rétt ímyndað ykkur hvort að ég var ekki stillt og prúð stúlkaDevil he, he. En núna er helgi búin og hún leið alltof hrattFrown lífið er að komast í fastar skorður, vinna og sofa þangað til 19. okt en það er bara gott.

Sunnudagurinn var frábær, krakkarnir mínir komu heim 16:30 og við hentum lambahrygg í ofninn og skelltum okkur svo út í fótbolta í klukkutíma hjá Glerárskóla á meðan hryggurinn mallaði í ofninum, ég elska börnin mín þau eru svo hress og skemmtileg og hafa svo jákvæða sýn á lífið.

En ég komst að því að ég á frábæra vini, börn og fjölskyldu og það er það sem gefur lífinu gildi. Og í dag er ég mjög ánægð með lífiðGrin

Takk í dag

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband