10.10.2007 | 22:34
HVAÐ ER MEÐ STJÓRNMÁLAMENNINA OKKAR?
Núna er ég bara heima að sinna litla gaurnum mínum, honum Ella Goða hann er nú samt ósköp góður. Ég er svo löt núna og er bara ekki alveg með sjálfri mér þessa dagana. Þessi drengur sem kynntist um helgina, er búin að gera mig alveg kolringlaða. Það er eins og ég sé 15. ára og á gelgjunni. Ég er bara stödd í einhverjum daumaheimi. Og er ferlega hallærisleg, en nóg um það.
Ég er oft að spá í lýðræðið hér á landi, sem mér finnst ekki virka mjög vel þessa dagana. Við kjósum okkur fulltrúa bláeygð og bjartsýn trekk í trekk, sem gera andskotann ekki neitt nema beygja reglur fyrir sjálfa sig og fitna eins og svín í eigin gróða og athygli. Og þeir fá að gera mistök hvað eftir annað og aldrei hafa þessir menn/konur siðferði í að segja af sér. Við, þjóðin erum rænd af einhverjum plebbum, ýmist auðlyndum og tekjum. En alltaf höldum við áfram að kjósa í von um eitthvað betra, við erum svo einföld. Ég vil að við, þjóð þessa lands finnum eitthvað til að halda þessum ístrubelgjum á tánum út allt kjörtímabilið. Kannski væri sniðugt að láta þá vera með lygamæli þegar þeir eru að flytja framboðsræðurnar sínar og svara spurningum. En kannski er okkur bara sama, hver veit? Kannski þurfum við að hafa meiri atkvæðisrétt þegar er verið að samþykkja lög og frumvörp á alþingi?
Er ekki hægt að hafa bara einn aðila fyrir hvern flokk frá hverju umdæmi, sem flytur tillögu og við fáum svo rétt til að ákveða hvað gerist? með td. sms kosningu. ef þér er sama þá kýst þú ekki, þá hefur þú ekki neitt um málið að segja, sorry. spáið í það hvað við myndum spara í launakostnað og eftirlaun hjá þessum kóngum og drottningum okkar. Við gætum kannski átt pening til að eyða í heilbrigðis og skólakerfið okkar. Ég skora á einhvern að reikna dæmið.
En við verðum að átta okkur á því að ég veit ekki margt en ég er orðin leið á biðlistum. ÉG ER PIRRUÐ!!! Sjálfsagt eru til mun hæfari menn en ég til að tjá sýnar skoðanir en ég en eitthvað þarf að gerast. Eitthvað slæmt er að fara að gerast hjá okkur og ég er hrædd um að það fari margar fjölskyldur illa útúr því. Ég bendi á stöðu krónunnar, stýrivexti seðlabankans, vísitöluna og skuldastöðu íslendinga. Við erum að missa þetta úr böndunum.
Og hvað er þetta með kvótakerfið og mennina sem eru að kaupa upp allar jarðirnar á landinu?? Þessa virkjana vitleysu út um allt, sem leysa bara landsbyggða vandann til skamms tíma. Geta þessir menn sem stjórna ekki bara staðið upp og axlað sína ábyrgð og viðurkennt að þeir hafi misst stjórn á þessu, er hugsjónin dauð????
Athugasemdir
þÚ ert bara 15 ára og það er betra að hafa minna álit á stjórnmálamönnum og meira álit á sér, he he góða helgi vertu góð við litla drekann
fallega stelpa
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 12.10.2007 kl. 20:12
hvað með meira blogg sætasta krútt
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 15.10.2007 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.