5.11.2007 | 19:01
Helgin-skólinn
Hæ, hæ!
Hér er fínt að frétta, ég er bara búin að vera hrikalega löt að blogga síðustu daga. Ég er svolítið eftir mig eftir síðustu helgi, enda var mikið drukkið og dansað. Ég var að skemmta mér með strákunum á fimmtudagsnóttina til kl 04:00 og fór að vinna kl 08:00, á föstudaginn var ég með partý heima hjá mér og var að drattast heim um kl 05:00 eftir að hafa dansað af mér lappirnar, á laugardaginn fór ég svo að sjá kabarettinn "brátt sáðlát" í Freyvangsleikhúsi. Emma vinkona lék þar af stökustu snilld og þetta var mjög fyndið og skemmtilegt. og eftir kabarettinn var stólað upp og haldið ball, og þar var sko dansað. Ég get nú ekki dansað gömludansana fyrr en eftir að hafa innbirt töluvert magn af áfengi, sem ég og betur fer gerði, annars væru nokkrir karlmenn sjálfsagt uppá sjúkrahúsi með tábrot, hælbrot eða eitthvað þaðan af verra. þetta var æðislegt kvöld. eftir ballið í Freyvangi var svo farið á kaffi Amor og haldið áfram að dansa, og svo nokkrir skandalar. Smá mórall daginn eftir. Ég ætla svo að vera í fríi eftir hádegi á morgun, en það er frí í leikskólanum eftir mat. það eru alltaf frí eða fundir í þessum skólum og leikskólum. Ég skil ekki alveg tilganginn með lengdu skólaári, af hverju ekki að reyna að þjappa þessu saman og leyfa svo krökkunum að fá almennilegt sumarfrí og jólafrí. Ég er að verða brjáluð á þessari vitleysu, og fyrst ég er byrjuð þá er ég alfarið á móti heimalærdómi upp í 8. bekk. Þessi krakka grey eiga bara að fá að klára vinnuna sína áður en þau fara heim. Ég efast um að við værum ánægð með að taka alltaf 1-2 klst. af vinnu með okkur heim á daginn. Þetta er bara rugl, svo vil ég fá skólabúninga á alla krakka í grunnskólum landsins, og hafa aukna áherslu á einstaklingsmiðað nám. Við erum öll svo einstök. Og ég vil að við hættum að berja alla í sama mótið, þetta er óþolandi. En núna er ég farin að verða verulega pirruð, þannig að ég ætla að hætta núna áður en ég reyti einhverja til reiði.
En ég komst líka að því að ég er fordómafull. en ég ætla geyma það þangað til næst. Ég þarf að hugsa vel áður en ég skrifa um það af því að þá eiga einhverjir eftir að verða brjálaðir. En þetta eru víst mínar skoðanir og ég á fullann rétt á þeim, sem betur fer. Það getur enginn bannað mér að hafa þær, hvort sem ykkur þyki þær réttar eða rangar.
Bæjó
Þóra Kristín
Athugasemdir
JÁ og hana nú ég hef fordóma gangvart ofbeldi nema í sjálfsvörn en er annars ekki fordómafullafullmanneskja,
Vildi benda að þú ert séra Svarari á blogginu hans Alex er það við hæfi.
En takk fyrir komuna á Kaparettinn, og hefur alltaf fundist þú vera góður dansari.
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 5.11.2007 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.