Löt, löt og aftur löt!

Hæ fólk!

Ég er orðin alveg ótrúlega löt við að blogga, ég er eitthvað svo tóm, kannski að það sé bara þreyta? Hver veit?

En annars er mest lítið að frétta. Ég er bara að vinna núna og reyna að vera húsmóðir, og það er svo ekki ég. Ég hef gaman af því að bjóða fólki í mat, en nenni ekki að elda þegar ég er ein. Þegar börnin mín eru ekki heima þá borða ég stundum ekkert alla helgina, mér finnst svo erfitt að vera ein. Ekkert smá sorgleg!!!!!!!!!! Ég þarf alltaf að hugsa um einhvern/hverja til að geta hugsað um mig.´

Ég fór til miðils um daginn sem heitir Malory og er bresk. Og hún hræddi mig... en ég er nú kannski ekki bókstafstrúar, en það var óhugnanlega margt sem hún sagði sem ég gat tileinkað mér, og stundum þarf maður bara svona smá klapp á bakið. Ég er búin að vera pínu sorgmædd og einmanna uppá síðkastið, kannski jólin, veit ekki. Ég þarf bara smá knús, pínu faðm og einhvern sem fær mig til að hlæja. Ég sakna þess að eiga kærasta, mig langar ekki í mann, það er bara þannig ennþá. Ég þarf tíma til að ná áttum og vera sátt við sjálfa mig. Sjálfsvirðingin mín hefur samt tekið heljarstökk á síðustu mánuðum, og ég er mun sáttari við sjálfa mig en ég hef verið síðustu 10-12 árin. Ég er alltaf að læra betur og betur inn á mig, og það er ótrúlega gaman. Ég veit líka núna hvað ég vil ekki í lífinu og ég er komin með markmið til að stefna að. Ég veit hvað ég vil gera eftir 10- 15 ár. Og ég hlakka til, núna er ég bara að leita leiða til að komast þangað, og ég ætla langt. Get, ætla, skal = gæs. Það er svo margt sem ég hef frestað, til að þóknast öðrum, en núna er það búið. En yfir í annað.

Ég var að spjalla í gærkvöldi á skypinu við Willem gamlan kærasta frá Hollandi og það var ótrúlega gaman, en erfitt, hann er sjálfsagt ein stærsta ástin sem ég hef átt í lífinu og það var hrikalegt að reyna að gleyma honum, og ég komst að því í gær, að því er eins farið hjá honum. Bitter sweet. Þannig leið mér í gær, og ég vil helst ekki opna þessa hurð aftur. Hann er ennþá jafn fallegur, skemmtilegur og flottur gaur. En þetta er að baki og ég get ekki snúið til baka, það væri sjálfsmorð. ég trúi því líka að þetta verði ein af ljúfu minningunum sem ég á alltaf eftir að muna og fá fiðrildi í magann. En nóg af drama.

En ég er veik fyrir hávöxnum, dökkhærðum mönnum, sem eru gáfaðir, vel lesnir, kunna að rökræða og meta list. En þeir þurfa líka að geta komið mér til að hlæja, og geta reitt mig til reiði. Og þeir verða og eiga að bera virðingu fyrir mér.  En ég er ekki að flýta mér, og ekki að leita ég trúi því að ég eigi eftir að nánast detta um næsta mann sem ég kynnist. En núna er ég hætt!!!

bæjó

Þóra Kristín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi dökkhærði gáfaði maður sem getur reitt þig til reiði... !!!

Þóra! Ertu nokkuð að tala um mig ????

 Þykir annars bara vænt um þig og vona það að þú hafir það gott.

Kveðja úr Hveragerði ;)

Svanlaugur (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband