30.12.2007 | 18:18
Blessuð jólin
Komið þið blessuð og sæl og GLEÐILEG JÓL!
Hér er allt fínt að frétta, ég var að henda kjúlla í ofninn og búa til helling af salati, Michael ætlar að koma og borða með mér, sem betur fer því ég nenni ekki að borða ein. Ég get ekki hugsað mér að borða meira ef reyktum mat núna eða rjóma og einhverju svona jukki. Núna er það bara fullt af spínati, klettasalati og ristuðum hnetum og fræjum útá salatið smá fetaost og balsamikedik. Ég elska kjúklingabringur sem eru ekki of eldaðar, nammi. Eftir áramót verður svo ekki étinn svona mikill matur og bjórneyslan verður að minka líka. Og ég hlakka svo til að byrja í ræktinni aftur. Ég verð brjáluð á þessu hreyfingaleysi. Ég er búin að ákveða áramótaheitið mitt og það skal takast, ég er svo hryllilega þrjósk að þegar ég set mér markmið þá ganga þau upp, og núna er þrjóskupúkinn kominn í mig. Þetta voru örugglega ein rólegustu jól sem ég hef átt lengi, og aðfangadagskvöld var frábært. Ég var með mín 3 börn, Emma var með Blæng litla og við buðum Michael að vera með okkur líka, enda hef ég engan einan á jólunum. Þetta var frábært, Emma kom með rækjuforrétt og ég eldaði Purusteik og jóla-rjómasalatið og svo gerði ég heimatilbúin ís og flamberaði ferska ávexti og heita marssósu. Úff hvað við vorum rosalega södd. Og mikið var ég ofboðslega montinn af krökkunum mínum, þau voru svo góð og Michael var alveg dolfallinn af þeim hann sagði að hann hefði aldrei kynnst svona góðum krökkum áður, og þau voru líka svo góð við hann. Hann hjálpaði mér mikið, bara það að hafa hann og geta spjallað, hann er svo hlýr og góður strákur, frábær vinur. Hann fékk svo að sofa á sófanum og var með okkur allan jóladaginn. Emma vinkona er líka svo frábær, hún er einstök, hún er er mín allra best vinkona. Og hún gerði aðfangadag frábæran. 2 í jólum er svo alltaf fjölskylduboð hjá ömmu og afa, þá er spilað og farið í sjómann, og ég er ennþá ósigruð, sem betur fer, ég er ekki viss um að sjálfsvirðingin myndi þola tap. Ég er svo tapsár. Krakkarnir fóru svo til pabba þeirra eftir boðið og koma ekki heim fyrr en 3. jan. Það kom svo fullt af fólki heim til mín um kvöldið og við fórum á Amor svo í Sjallan og enduðum á Kaffi Akureyri. Ég var frekar þreytt morguninn eftir, þurfti að vinna smá, sem betur fer bara smá. Guðrún vinkona kom svo í bæinn og við stelpurnar ákváðum að skella okkur á Húsavík, að sjá Einar og félaga taka nokkur vel valin lög eftir Pink floyd á Sölku. Við sátum með gæsahúð og með tárin í augunum þegar þeir spiluðu nokkur lög. Þeir voru svo rosalega góðir. 4 stjörnur, það var líka gaman að því að þeir byggðu þetta upp með smá fróðleik og spjalli við áhorfendur, þar sem við drukkum í okkur allan fróðleik um Pink floyd. Svo var Emmu og Guðrúnu mútað með mat og við kíktum í smá teiti þar sem var sungið, spjallað og mikið leikið og þar fóru Einar og Guðrún vinkona á kostum, en Skinkan átti sína gullmola alveg skuldlaust og stóð sig í sýnu hlutverki sem allsherjar partýskemmtikraftur. Á föstudaginn fór svo Guðrún vinkona aftur í skagafjörðinn og við Emma skelltum okkur í bíó á Golden compass, sem er bara alveg ágæt skemmtun, og reyndar hló ég mjög mikið þegar upp komst um smá mistök í myndinni þegar Norðmennirnir í litla þorpinu töluðu reiprennandi Íslensku, þá sprakk salurinn úr hlátri. Eftir bíó fórum við á Amor og dönsuðum aðeins og svo var farið snemma heim og ég svaf til 14:30 geðveikt... það er svo langt síðan að ég hef sofið svona. Ég fór svo aftur snemma að sofa á laugardagskvöldið og svaf til 15 í dag. Ég er að spá í hvort að ég eigi að fara á tónleika með Helga og hljóðfæraleikurunum í kvöld, en ég ætla að sjá til hvað ég geri. kannski sef ég bara meira, ég hef ekki gert þetta síðan ég veit ekki hvenær. Djö.... er þetta gott, vil ekki vinna á morgun en ég verð. Svo er bara gamlárskvöld með fjölskyldunni og svo að vinna á Amor frá kl 01:00 og svo er staffadjamm 1. jan á Amor og við höfum staðinn útaf fyrir okkur. Úff svo bara vinna aftur á fullu 2. jan og þá verður maður bara kominn aftur í rútínuna. En ég ætla að fara að búa til sósuna og leggja á borðið áður en Michael kemur. Og vonandi verð ég hressari á morgun.
bæjó frábæra fólk
Athugasemdir
Innlitsknús, takk fyrir frábærar stundir á gamla árinu og við verðum vonandi sterkar á nýju ári í rægtinni.
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 2.1.2008 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.