Færsluflokkur: Bloggar
23.10.2007 | 20:18
HELGIN!!!!!!!!!
Hæ, hæ daman er komin aftur! Þetta var nú meiri djamm ferðin, en líka svolítið "rólegt og rómantískt" Þetta var stress föstudagurinn MIKLI. Ég var á hlaupum frá því kl 08:00 um morguninn og þangað til að ég komst upp í flugvélina kl 18:40. Ég var það sein að ég skipti um föt í bílaleiguklefanum fyrir flugið, mamma þurfti að tékka mig inn í flugið af því að ég var orðin of sein, og á meðan ég leigði út 1 bíl, svo þurfti ég að sparsla í andlitið á mér í flugvélinni á leiðinni til "borg óttans". Þvílíkt stress, úff! Þegar við lentum, þá var líka þessi myndarlegi maður að bíða eftir okkur á flugvellinum Flottur! Þrælklár fótboltastrákur, hvað er betra en það? Þá var stefna tekin upp á Laugarveg, þar sem við fóru á Hereford steikhús og ég fékk alveg æðislegan mat. Humar í forrétt og nautafille í aðalrétt, ætlaði að fá mér desert en ég bara gat ekki meir. Ég hélt að ég þyrfti að láta keyra mér út í hjólbörum af því að ég var hálf afvelta. Ég hálf skammaðist mín fyrir græðgina, ekki vissum að gaurinn hafi fílað svona matargat Eftir þetta var farið heim og 2 rauðvínsflöskum seinna var farið að kúra. LJÚFA LÍF! Á laugardaginn var vaknað og farið að eyða peningum, sem gekk alveg skínandi vel, ef þið vilduð vita það, og það var mjög gaman að eyða þeim. Svo var farið og náð í pizzu og 1 hvítvín gufaði hreinlega upp, ég ætlaði svo að leggja mig í smá stund fyrir djammið, en vaknaði óvart rúmum 2 klst seinna við símann, úfff Þá var það bossinn minn að hringja og segja mér að rútan væri að fara, bömmer, ég eins og hálfviti alltof sein, en úthvíld. Og hver þið að hafi komið að ná í mig? Ég skal segja ykkur það, bara til að ég skammaðist mín meira, enginn annar en Björn framkvæmdarstjóri bílaleigunnar. Ég eins og kúkur í framsætinu. En þetta er fínn kall, þannig að ég var farin að jafna mig þegar við vorum að koma til Keflavíkur. Há punkturinn var sem sagt málið hjá bílaleigunni og þar var drukkið, daðrað og dansað. Smá trúnó hjá mér og Lilju en allt í góðu og svo var bara drukkið ennþá meira. Um kl 2:30 var farið að henda liðinu í rútuna og sum okkar fóru niður í miðbæ Reykjavíkur og við skruppum á Dubliners, en þaðan fór ég upp á slysó með sjúkrabíl þar sem fótblotastrákurinn minn var saumaður saman, en hann fékk þá hugmynd að detta á hausinn og láta mig fá næstum taugaáfall, þegar hann kom inn aftur alblóðugur, ég beið bara eftir því að sjá glerflösku standa út úr hausnum á honum. En hann lét það ekki mikið á sig fá og reyndi við bæði lækninn (sem er kona) og hjúkkuna, þó að ég væri á staðnum. Þetta er nú einu sinni karlmaður með hormónana í lagi. Sunnudagurinn fór mestmegnis í það að liggja í rúminu og reyna að ná úr sér þynnkunni, og skjálftanum og reyna að njóta tímans með gaurnum, áður en haldið var heim á leið. Nenni ekki að skrifa meir. kveðja Þóra Kristín |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 21:46
Reykjavík, borg óttans
Hæ, fólk!
Ég er svo kát í dag, bara 3 dagar í að ég fari til Reykjavíkur. Það er sumar-slútt hjá bílaleigunni, og ég er svo spennt. Það á að vera einhver óvissuferð sem byrjar kl 15:00, og markmiðið er að innbyrða eins mikið áfengi og maður getur í sig látið. Og ég stend mig yfirleitt mjög vel í því.
Ég ætla líka að hitta vini mína í borginni og reyna að kíkja í IKEA, kannski að skoða föt og svo var ég búin að lofa nýjum íþróttafötum á krakkana mína. En þetta á aðallega að vera ferð fyrir mig og ég ætla að reyna að njóta þess. Ég á reyndar mjög bágt með að gera eitthvað fyrir sjálfa mig án þess að fá samviskubit, eitthvað svona mömmu dæmi.
Svo ætla ég að gista hjá "vini" mínum, og ég hlakka svo mikið til að hitta hann. Ég tel niður dagana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2007 | 22:34
HVAÐ ER MEÐ STJÓRNMÁLAMENNINA OKKAR?
Núna er ég bara heima að sinna litla gaurnum mínum, honum Ella Goða hann er nú samt ósköp góður. Ég er svo löt núna og er bara ekki alveg með sjálfri mér þessa dagana. Þessi drengur sem kynntist um helgina, er búin að gera mig alveg kolringlaða. Það er eins og ég sé 15. ára og á gelgjunni. Ég er bara stödd í einhverjum daumaheimi. Og er ferlega hallærisleg, en nóg um það.
Ég er oft að spá í lýðræðið hér á landi, sem mér finnst ekki virka mjög vel þessa dagana. Við kjósum okkur fulltrúa bláeygð og bjartsýn trekk í trekk, sem gera andskotann ekki neitt nema beygja reglur fyrir sjálfa sig og fitna eins og svín í eigin gróða og athygli. Og þeir fá að gera mistök hvað eftir annað og aldrei hafa þessir menn/konur siðferði í að segja af sér. Við, þjóðin erum rænd af einhverjum plebbum, ýmist auðlyndum og tekjum. En alltaf höldum við áfram að kjósa í von um eitthvað betra, við erum svo einföld. Ég vil að við, þjóð þessa lands finnum eitthvað til að halda þessum ístrubelgjum á tánum út allt kjörtímabilið. Kannski væri sniðugt að láta þá vera með lygamæli þegar þeir eru að flytja framboðsræðurnar sínar og svara spurningum. En kannski er okkur bara sama, hver veit? Kannski þurfum við að hafa meiri atkvæðisrétt þegar er verið að samþykkja lög og frumvörp á alþingi?
Er ekki hægt að hafa bara einn aðila fyrir hvern flokk frá hverju umdæmi, sem flytur tillögu og við fáum svo rétt til að ákveða hvað gerist? með td. sms kosningu. ef þér er sama þá kýst þú ekki, þá hefur þú ekki neitt um málið að segja, sorry. spáið í það hvað við myndum spara í launakostnað og eftirlaun hjá þessum kóngum og drottningum okkar. Við gætum kannski átt pening til að eyða í heilbrigðis og skólakerfið okkar. Ég skora á einhvern að reikna dæmið.
En við verðum að átta okkur á því að ég veit ekki margt en ég er orðin leið á biðlistum. ÉG ER PIRRUÐ!!! Sjálfsagt eru til mun hæfari menn en ég til að tjá sýnar skoðanir en ég en eitthvað þarf að gerast. Eitthvað slæmt er að fara að gerast hjá okkur og ég er hrædd um að það fari margar fjölskyldur illa útúr því. Ég bendi á stöðu krónunnar, stýrivexti seðlabankans, vísitöluna og skuldastöðu íslendinga. Við erum að missa þetta úr böndunum.
Og hvað er þetta með kvótakerfið og mennina sem eru að kaupa upp allar jarðirnar á landinu?? Þessa virkjana vitleysu út um allt, sem leysa bara landsbyggða vandann til skamms tíma. Geta þessir menn sem stjórna ekki bara staðið upp og axlað sína ábyrgð og viðurkennt að þeir hafi misst stjórn á þessu, er hugsjónin dauð????
Bloggar | Breytt 16.10.2007 kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2007 | 19:52
Ljúfa helgin!
Hæ, hæ
Ég er án efa með lötustu bloggurum á landinu, en svona er nú lífið. Ég er núna með fullt hús af auka börnum og rosa fjör hjá þeim. Þetta er svo miklu léttara þegar þau eru svona mörg saman, þá eru þau svo dugleg að leika sér.
En ég átti alveg frábæra helgi, ég bauð 2 vinkonum mínum í mat og við borðuðum þangað til að við stóðum á blístrinu, og svo loksins þegar að við gátum staðið á fætur þá drifum við okkur á djammið, við kíktum á Vélsmiðjuna (endurvinnsluna), kaffi Amor og enduðum á Kaffi Akureyri. Það var mikið dansað, drukkið og daðrað það kvöld, enda 3 drottningar þar á ferð. En nóg af monti!
Þar kynntist ég flottum strák, sem er án efa mjög áhugaverður og skemmtilegur karakter. það er svo gaman að hitta fólk sem er svona fullt af fróðleik, hugmyndum og sterkum skoðunum. Ég elska að rökræða við fólk og skiptast á skoðunum. Þetta er nú samt ekkert alvarlegt. Ég er svo meingallaður persónuleiki, þannig að ég er fljót að klúðra svona. En þetta er sjálfsagt ein ljúfasta helgi sem ég hef átt í mörg ár Enda er ég algjör engill. Saklaus og góð He he En þessa helgi framkvæmdi ég ýmislegt sem ég hélt að ég myndi aldrei gera, og þið getið rétt ímyndað ykkur hvort að ég var ekki stillt og prúð stúlka he, he. En núna er helgi búin og hún leið alltof hratt lífið er að komast í fastar skorður, vinna og sofa þangað til 19. okt en það er bara gott.
Sunnudagurinn var frábær, krakkarnir mínir komu heim 16:30 og við hentum lambahrygg í ofninn og skelltum okkur svo út í fótbolta í klukkutíma hjá Glerárskóla á meðan hryggurinn mallaði í ofninum, ég elska börnin mín þau eru svo hress og skemmtileg og hafa svo jákvæða sýn á lífið.
En ég komst að því að ég á frábæra vini, börn og fjölskyldu og það er það sem gefur lífinu gildi. Og í dag er ég mjög ánægð með lífið
Takk í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 22:51
Sjálfstæðar stelpur!
Jæja, núna er lífið orðið allt öðruvísi, núna er maður skilinn, orðin einstæð 3 barna, eða eins og hugulsamur vinur benti á "dýr dráttarvél" frábær samlíking ekki satt Ég er samt ofboðslega glöð og sátt við lífið og trúið mér ég er ekki að leita eftir einhverjum kalli til að bjarga mér. Ég er búin að komast að því að ég get gert flesta hluti sjálf og eins og ég vil hafa þá og ég þarf ekki að bíða eftir að kallinn standi upp úr sófanum og geri þetta fyrir mig.
Lífið er allt eitthvað svo miklu einfaldara núna og ég er að njóta þess í botn að þurfa ekki að taka tillit neinna annarra en mín og barnanna. Ég fer á djammið og engin afbrýðissamur heima að bíðaÉg skrepp í gæs með strákunum á stöðinni og engin fúll heima, það er engin að tuða í mér, eða í fýlu og óhreini þvotturinn fer alltaf í körfuna. Ég er bara að gera það sem ég vil. Ég er á því að nota karlmenn eingöngu í einum tilgangi og þegar mér hentar. Ég fékk frábæra vinnu á bílaleigu og þetta er skemmtileg og krefjandi vinna og svo spillir það ekki að Lilja sem ég vinn með er alveg frábær manneskja, dugleg og drífandi eins og Emma vinkona.
Stelpur það er gott að vera ein í góðan tíma áður en maður fer í eitthvað annað samband, ég lofa, við getum flest allt sjálfar.
En þetta er ekki eitthvað drulla yfir karlmenn, mér finnst þeir flestir frábærir. Og þeir eru margir mjög flottir, en ég vil frekar bara fá að gaurast með þeim, allavega núna. Ég er kannski ekki alveg venjuleg stelpa og sennilega seint hægt að kalla mig dæmigerða prinsessu, ég er of sjálfstæð til þess. td. er ég með byssuleyfi, veiði gæsir, endur, rjúpu og svartfugl. Er að stefna á mótorhjólapróf, elska bíla og er ekki hrædd við að verða skítug, ég bora fyrir ljósunum í íbúðinni minni og tengi þau sjálf, ég mála, geri við bílinn sjálf ef ég get og kann að hrækja Ef ég á að segja alveg satt þá elska ég karlmenn, enda á ég tvo frábæra litla karlmenn sjálf og ég er ofboðslega stolt af þeim og svo á ég rosalega sterka litla prinsessu
En ég er að fara að kúra núna, það verður langur vinnudagur á morgun.
Góða nótt frábæra fólk!
l
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2007 | 22:27
Hugsa hraðar en ég skrifa! Fúlt?
Hvað er málið með það að vera svona illa skrifandi á lyklaborðið, ég er reyndar lítið á netinu og bara yfir höfuð í tölvunni. En ég vil svo mikið geta skrifað hraðar. Ég er oft að reyna að blogga eitthvað en kem því svo illa frá mér út af því hve hægfara ég er og hugurinn ber mann víst bara hálfa leið:(
En það sem er helst að frétta er það að Emma besta vinkona mín er komin að vinna hjá mér í Laugabæ og það er svo frábært. Hún er svo ofboðslega drífandi persónuleiki og það er bara svo gott að hafa svona kraftmikið starfsfólk í vinnu hjá sér.
Ég get svo sagt frá því að við skruppum á djammið á Akureyri síðasta föstudag, og fórum að sjá Helga og hljóðfæraleikarana, og þeir eru tær snilld. Þetta er svo skemmtileg grúbba, með frábæra texta og góðan húmor, að maður bara getur ekki annað en skemmt sér konunglega.
Ég hef nú annars fátt að segja ég labba, vinn syndi, hugsa um börnin og sef. Orri elsti strákurinn minn sem er 9. ára er að fara að keppa á miðvikud. í fótblota á Akureyri og Sigurbjörg stelpan, 5 að verða 6 ára, mín er að fara að gista hjá vinkonusinni á Hrafnagili og Mæja fósturdóttir mín 16. ára bauð ygsta syni mínum honum Ella Goða, 2 að verða 3 ára, að koma með sér inná Akureyri í 2 daga, Þannig að það verður afslöppun í 2 daga hjá mér, engin börn fyrr en á fimmtudagskvöld.
Bæjó þóra
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 21:43
Betri heimur-draumórar?
Kannski erum við of upptekin af okkar eigin hagsmunum til að geta tekið eftir náunganum sem við mætum út í búð. Hver þekkir það ekki að spyrja einhvern "hvað segir þú gott" og vilja bara fá svarið fínt. Við viljum oftast ekki fá neitt nema góðar fréttir, hversdagslegt spjall um daginn eða veðrið. Og við vinkonurnar vorum að spá í það að oft þorir maður ekki að tala við fólk, af því að það gæti bara kíkt í heimsókn, he he.
Við erum að verða svo hrædd og upptekin af okkur sjálfum að við viljum ekki kynnast nýju fólki, í ótta um að það gæti valdið okkur vonbrigðum eða sært okkur. Einnig tel ég að við séum farin að hafa það of gott til að hafa áhyggjur af öðrum. Það er svo gott og einfalt að vera bara upptekin af sér og sínum.
Þið megið ekki skilja það sem svo að mér líki þetta ástand, en ég skil það. Ég er að lesa og sjá í fréttum hluti um fólk, sem ég vil ekki kynnast, og sjálfsagt er það sem var að fæla mig frá því að kynnast nýju fólki. En það er svolítið síðan að ég uppgvötaði þessa "hugsunarvillu" í mínum litla kolli. Og ég hef tekið miklum framförum síðan, ekki þannig að ég sé farin að banka uppá í hvaða húsi sem mér dettur í hug. En ég er samt ennþá þeirrar skoðunar að við hugsum ekki nóg og vel um náungan. Og ég tel að þetta sé að fara versnandi og það sé ekki bara einhver 1 hlutur sem er að gera þetta svona.
Ég tel tildæmis að jafnréttisbaráttan sé ekki algóð og hún hafi líka sent okkur aftur til fortíðar. Mér finnst að við konur séum oft á tíðum að tapa okkur í einhverri hörkutóla baráttu og séum að fórna því sem hefur einkennt okkur. Ég heyrði á tal 2 erlendra manna sem sögðu að það þyrfti að passa sig á því að gera ekki of mikið fyrir íslenskar konur ss. bjóðast til að bera pokana fyrir þær, opna bílhurð, og sérstaklega að passa sig á því að segjast ætla að sjá um okkur, því að þetta er víst niðurlægjandi fyrir okkur. Erum við að fórna HERRAMENNSKUNNI fyrir jafnréttinu, Fyrir mína parta þá vil ég halda þessu öllu. þ.e.a.s. Jafnrétti, sjálfstæði og herramennskunni. Kannski er ég gamaldags, en hver veit. Ég tel Íslenskar konur vera ótrúlega sterkar, stoltar og sjálfstæðar og óhræddar við að sækjast eftir því sem þær vilja, og ég er stolt al-Íslenk kona.
Takk í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2007 | 18:47
Marin og Blá
Ég er ekkert rosalega fín í dag. Ég haga mér víst ekki alltaf eins og konur á mínu aldri eiga að gera. Ég er klikkaða kerlingin í sveitinni sem djöflast á fjóhjóli allan daginn. Ég á kannski skilið smá ákúru eftir gærdaginn, enda er ég marin, blá, rispuð og helvíti bólgin eftir fjórhjólaferð gærdagssins, en þetta var bara gaman og pínu gott á mig, afþví að ég slapp svona vel. Ég var bara nokkuð heppin að ekki fór verr. En ég uppgvötaði mér til skelfingar að þetta er bara ógeðslega gaman og ég held að mig langi frekar í krossara en hippa, enda er ég að rembast við að læra núna á hjól, svo að ég geti tekið mótorhjólaprófið í lok júní byrjun júlí. Og þá þarf ég bara að taka meiraprófið, og þá er ég komin með það sem mig langar í af ökuréttindum.
En dagurinn í dag er búinn að vera fínn, frábært veður temmilega mikið að gera í vinnuni og sólin skín. Ég ætla að reyna að fara að skokka á vellinum í kvöld eftir vinnu ef löppin verður góð og reyna að liðka mig aðeins upp.
Annars hlakka ég svo mikið til þegar hún Emma mín kemur að vinna hjá mér að ég veit að þið trúið því örugglega ekki.
Skrifumst seinna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)