Sjálfstæðar stelpur!

Jæja, núna er lífið orðið allt öðruvísi, núna er maður skilinn, orðin einstæð 3 barna, eða eins og hugulsamur vinur benti á "dýr dráttarvél" frábær samlíking ekki satt Frown Ég er samt ofboðslega glöð og sátt við lífið og trúið mér ég er ekki að leita eftir einhverjum kalli til að bjarga mér. Ég er búin að komast að því að ég get gert flesta hluti sjálf og eins og ég vil hafa þá og ég þarf ekki að bíða eftir að kallinn standi upp úr sófanum og geri þetta fyrir mig.

Lífið er allt eitthvað svo miklu einfaldara núna og ég er að njóta þess í botn að þurfa ekki að taka tillit neinna annarra en mín og barnanna. Ég fer á djammið og engin afbrýðissamur heima að bíðaGrinÉg skrepp í gæs með strákunum á stöðinni og engin fúll heima, það er engin að tuða í mér, eða í fýlu og óhreini þvotturinn fer alltaf í körfuna. Ég er bara að gera það sem ég vil. Ég er á því að nota karlmenn eingöngu í einum tilgangi og þegar mér hentar. Whistling  Ég fékk frábæra vinnu á bílaleigu og þetta er skemmtileg og krefjandi vinna og svo spillir það ekki að Lilja sem ég vinn með er alveg frábær manneskja, dugleg og drífandi eins og Emma vinkona.

Stelpur það er gott að vera ein í góðan tíma áður en maður fer í eitthvað annað samband, ég lofa, við getum flest allt sjálfar.

En þetta er ekki eitthvað drulla yfir karlmenn, mér finnst þeir flestir frábærir. Og þeir eru margir mjög flottir, en ég vil frekar bara fá að gaurast með þeim, allavega núna. Ég er kannski ekki alveg venjuleg stelpa og sennilega seint hægt að kalla mig dæmigerða prinsessu, ég er of sjálfstæð til þess. td. er ég með byssuleyfi, veiði gæsir, endur, rjúpu og svartfugl. Er að stefna á mótorhjólapróf, elska bíla og er ekki hrædd við að verða skítug, ég bora fyrir ljósunum í íbúðinni minni  og tengi þau sjálf, ég mála, geri við bílinn sjálf ef ég get og kann að hrækjaTounge Ef ég á að segja alveg satt þá elska ég karlmenn, enda á ég tvo frábæra litla karlmenn sjálf og ég er ofboðslega stolt af þeim og svo á ég rosalega sterka litla prinsessuInLove

En ég er að fara að kúra núna, það verður langur vinnudagur á morgun.

Góða nótt frábæra fólk!

l


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband