Færsluflokkur: Bloggar
22.3.2008 | 21:37
Þetta er allt í rugli!
Það er alveg sama hvað ég ætla mér að reyna að vera dugleg að blogga, það bara gerist ekki neitt. En smá fréttir núna sem ég man, svo ætla að ég skrifa núna eins og ég nenni og senda þetta óritskoðað á netið, vonandi kemst ég ekki í vandræði útaf því.
Eins og flestir vita (sem umgangast mig reglulega) þá er ég hætt hjá Budget bílaleigunni, og komin í fulla vinnu á Kaffi Amor. Og þvílíkur munur,( oHHH littin) smá einkahúmor. Ég er bara alsæl þar og þetta er eitthvað svo miklu meira ég.
Það er búið að vera nóg að gera heima, enda krakkarnir mínir alsælir með að ég sé farin að vera meira heima. Ég vona bara að það sé nóg fyrir mig að vera í einni vinnu, ég er að fíla það í botn.
Svo er ég byrjuð aftur í ræktinni með Hafrúnu, og hún pískar mig áfram, og ég fíla það.
Ég var líka að kaupa mér eitt stykki mótorhjól, Honda Shadow, ný sprautuð og yfirfarin, ég verð sennilega hýdd og hengd þegar mamma og co kemst að þessu, en ég hef ekki þorað að segja henni frá þessu. Henni fannst nóg um þegar ég velti fjórhjólinu yfir mig, hún, fóstri og afi og amma hreinlega trompuðust þegar ég fór að tala um að kaupa mótorhjól, en núna er það búið og gert og núna er bara mótorhjólaprófið framundan. Og svo stefni ég á meiraprófið þar næsta sumar.
Ég er líka búin að vera dugleg að kíkja út á lífið, svo að ég koðni nú ekki alveg niður. Ég skellti mér í Leikhús um daginn með Emmu og Guðrúnu vinkonum mínum og við sáum Fló á skinni, alveg frábært verk. Og núna langar mig líka að sjá nýja leikritið hjá LA. Ég er líka búin að lofa sjálfri mér að fara að rölta á fleiri myndlistasýningar með hækkandi sól.
Og svo ætla ég vera dugleg að fara að skokka út í kjarna í vor og sumar og halda áfram í ræktinni og verða stór og rosalega sterk( Ég tek kreatín og vítamín,... vöðvastæltur) Ég er líka að byrja á karate æfingum og ætla aðeins að efla sjálfstraustið, ekki veitir af.
Ég virka kanski hrokafull, en það er bara til að fela feimnina og minnimáttarkenndina, en ég er ennþá skíthrædd við að treysta fólki,ég er bara hrædd um að verða særð og svikin, og kannski þess vegna er ég svon köld. Ég get fryst mig algjörlega. Ég hræði stundum sjálfa mig, af því að ég get lokað svo algjörlega á allar tilfinningar ef ég þarf á því að halda.
En ég er samt alltaf að verða ánægðari og ánægðari með sjálfa mig. Sjálfsvirðingin mín hefur tekið heljarstökk á tæpu ári og ég er alltaf að verða óhræddari við að vera ég. Stóri strákurinn minn hefur hótað að skipta um skóla ef ég verð ekki áfram yngsta mamman í bekknum hans, hann er svo montinn af rokk/pönk mömmunni sinni og hann talar alltaf um hvað ég er miklu ánægðari og skemmtilegri núna.
En mikið langar mig á Bob dylan tónleikana, ég er alveg sjúk í það. Ég væri líka alveg til í að skreppa til Hollands og hitta gömlu vini mína í sumar og ég vildi líka kíkja til Huldu á Bahamas. En það eru takmörk fyrir því hvað ég get gert. En ég ætla með krakkana til Danmerkur í 10-14 daga í ágúst, að hitta Gulla bróðir og fjölskyldu, það er ákveðið. En núna nenni ég ekki að skrifa meir og ætla að fara að koma krökkunum niður og fá smá næði. bæjó
Ps. thoraflo@hotmail. com svo þið getið spjallað á msn ég er líka með skypið þar finnið þið mig undir Þóra Kristín Flosadóttir og svo er ég líka á facebook undir thorakristin Þar er ég að setja inn fullt af myndum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2008 | 03:29
Vá, hvað ég er búin!
Góðan og blessaðan, kæra fólk!
Núna er gamla laglega þreytt, en góðu fréttirnar eru að ég er að fara í 2 vikna frí Krakkarnir mínir eru að kafna úr gleði yfir þessum óvænta viðburði og eru strax farin að byggja skýjaborgir. Ég hlakka reyndar rosalega til, enda ekki vön svona fríi. En ég er reyndar bara með svona frekar leiðinleg plön, ss. taka til og þrífa allt hátt og lágt, en það tekur ekki marga daga. Ég ætla svo að skella mér í súper mömmu gírinn og baka, sauma, og elda góðan mat. Og svo ætla ég að knúsa börnin mín í klessu og leyfa þeim öllum að sofa uppí hjá mér. ég er farin að sakna þess að eyða tíma með þeim, ég er búin að vera á hlaupum alla daga og hef ekki átt neinn afgang. En ég ætla að fara að sofa núna og vera hress og kát á morgun, blogga fullt og setja inn myndir og síðan en ekki síst gera fínt heima hjá mér og kannski að ég eyði smá pening í 1 rósabúnt til að hafa hér heima, það er alltaf svo kósí. Góða nótt og skrifumst á morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2008 | 02:32
Góður dagur.
Hæ, hæ!
Komst loksins inn á síðuna. Ég var í fríi í dag, leikskólinn var lokaður og skólinn ekki byrjaður, þannig að ég var bara í rólegheitum með krökkunum mínum í dag. Við fengum okkur að borða í hádeginu með Emmu vinkonu og Blæng syni hennar á Kaffi Torgi, og þar fékk ég án efa einn versta fisk sem ég hef á ævinni fengið, algjör peningasóun:( þetta var var ógeðslegt. Svo kíktum við krakkarnir niður á slökkvistöð og fengum okkur kakó og spjölluðum aðeins við strákana. Rolf fékk svo að æfa sig í að taka blóðþrýsting á krökkunum, og þau voru ekkert smá ánægð með alla þessa athygli. Svo fórum við heim og slöppuðum aðeins af, áður en við fórum til mömmu og elduðum fyrir gömlu. Amma og afi komu svo þangað og afi stríddi krökkunum þangað til að þau voru orðin alveg snar, og þá var tími til kominn að halda heim og koma krílunum í háttinn. Ég var ekkert smá glöð þegar ég kom Ella Goða sofandi upp, hélt að þetta væri bara komið hin stóru börnin mín voru svo góð að fara að sofa, en nei. Elli Goði vaknað aftur kl 23:30, hinn hressasti eftir 3,5 klst. svefn og var bara að sofna núna, sá verður aldeilis brosmildur í fyrramálið, eða þannig. Ég er farin að kvíða fyrir að vekja hann í fyrramálið, úff, hann getur verið hryllilega erfiður í skapinu þegar hann er þreyttur. En þetta verður örugglega ekkert mál, ég verð bara að vera jákvæð, þá gengur allt miklu betur. En ég var svo ánægð með hana mömmu í dag. Hún ætlar að leyfa krökkunum að gist hjá sér um helgina af því að ég er að vinna á Amor bæði fös. og laugardagskvöld. Og það er alveg frábært, ég get þá kannski sofið eitthvað smá um helgina þó lítið sé. Ég fékk svo smá pistil frá Emmu vinkonu í dag, og ég er búin að vera að hugsa mikið um það sem hún sagði og þetta er flest allt rétt hjá henni, enda er hún góð vinkona. ég ætla að fara að slaka á í djamminu og fara að gera eitthvað í mínum málum, mér var farið að líða svo vel, en nóvember og desember hafa verið erfiðir. Þá er ekkert annað að gera en sparka í rassinn á sér og laga hlutina. Fara aftur í ræktina, ljós, út að labba,í sund með krakkana, í fótbolta með Orra, drífa sig í að fara að skjóta smá af svartfugl með strákunum og tala við sálfræðing, og reyna að koma þessari ógeðslegu fortíð eitthvað langt í burtu. Það er ekki hollt fyrir nokkurn mann eða konu að vera með svona sár á sálinni og hjartanu. Ég er nefnilega að verða komin aftur í þennan pakka að hata sjálfa mig eins og ég gerði. En stopp strax, það er miklu léttara að byrja aftur núna áður en þetta verður verra. En hlutirnir eru nú ekkert afleitir samt, og mér líður ekkert brjálæðislega illa, og núna liggur leiðin bara uppá við. En ég ætla að fara að koma mér í bólið og reyna að sofa aðeins. Góða nótt fallega og frábæra fólk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2008 | 00:42
6. ára dóttur minni boðið á deit! thíhí
Hæ, hæ!
Núna eru enn ein jólin liðin og fríið að verða búið. Ég er búin að sofa og borða um jólin, eitthvað sem ég hef ekki gert lengi, úff hvað það var rosalega gott, og vonandi stendur þessi svefn eitthvað með mér í vikunni enda löng vinnutörn framundan. Ég fæ næst frí þar næstu helgi. Þetta er bara svona þegar maður er með 3 börn og nóg af skuldum.Og ég er svoddan remba að ég vil geta séð um mig sjálf áður en ég næ mér í einhvern flottan karl. Og fyrir utan það þá er ég svo mikil stráka stelpa að sumum karlmönnum stendur pínu ógn af mér. Hvað ætli ég gæti svo sem gert þessum greyjum, ég elska þá alltof mikið. Enda á ég miklu fleiri stráka vini en stelpu vini. Mér finnst samskiptin eitthvað svo miklu léttari. Ég á svo marga frábæra strákavini, og ég held að það sé bara best að eiga þá sem vini, þeir enda alltaf með að særa mig ef ég verð skotin í þeim. Og svo er ég líka bara skíthrædd við sambönd, ég verð bara skíthrædd ef ég hugsa til þess að þurfa að taka tillit til einhvers, eða fara að gera einhverjar málamiðlanir, og hvað þá að leyfa honum að hitta börnin mín, úff. Þau eru sko gullið mitt og ég var farin að sakna þeirra alveg hrikalega mikið. Mig langaði bara að fara að ná í þau fyrir 3 dögum síðan. Þau eru svo yndisleg, Elli Goði og Sigurbjörg komu heim í kvöld, en Huginn Orri kemur á morgun. Ég fékk ótrúlega sniðugt símtal í morgun frá einum 6 ára strák. Hann var að bjóða henni Sigurbjörgu á stefnumót. Hann var að koma í bæinn með mömmu sinni og pabba og vildi bjóða Sigurbjörgu í mat og svo í bíó á eftir. Og þegar Sigurbjörg fór út þá sagði hún við mig "mamma þú þarft ekkert að vaka eftir mér ef þú ert þreytt" Hún er 6 ára og hún kom ekki heim fyrr en klukkan 10 og þá sagði hún mér að hún hefði bara knúsað hann en ekki kysst hann, af því að hún væri sko ekki skotin í honum og fyrir utan það þá væri það bara gamalt fólk sem kysstist. Hún er svo flott, hún er svo mikill rokkari hún vill bara hlusta á þungarokk og pönk, og vill allra síst ganga í bleikum fötum, það er algjör pína fyrir hana. En ég ætla að fara að sofa núna, því segi ég góða nótt. kveðjur til allra. Þóra Kristín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2007 | 18:18
Blessuð jólin
Komið þið blessuð og sæl og GLEÐILEG JÓL!
Hér er allt fínt að frétta, ég var að henda kjúlla í ofninn og búa til helling af salati, Michael ætlar að koma og borða með mér, sem betur fer því ég nenni ekki að borða ein. Ég get ekki hugsað mér að borða meira ef reyktum mat núna eða rjóma og einhverju svona jukki. Núna er það bara fullt af spínati, klettasalati og ristuðum hnetum og fræjum útá salatið smá fetaost og balsamikedik. Ég elska kjúklingabringur sem eru ekki of eldaðar, nammi. Eftir áramót verður svo ekki étinn svona mikill matur og bjórneyslan verður að minka líka. Og ég hlakka svo til að byrja í ræktinni aftur. Ég verð brjáluð á þessu hreyfingaleysi. Ég er búin að ákveða áramótaheitið mitt og það skal takast, ég er svo hryllilega þrjósk að þegar ég set mér markmið þá ganga þau upp, og núna er þrjóskupúkinn kominn í mig. Þetta voru örugglega ein rólegustu jól sem ég hef átt lengi, og aðfangadagskvöld var frábært. Ég var með mín 3 börn, Emma var með Blæng litla og við buðum Michael að vera með okkur líka, enda hef ég engan einan á jólunum. Þetta var frábært, Emma kom með rækjuforrétt og ég eldaði Purusteik og jóla-rjómasalatið og svo gerði ég heimatilbúin ís og flamberaði ferska ávexti og heita marssósu. Úff hvað við vorum rosalega södd. Og mikið var ég ofboðslega montinn af krökkunum mínum, þau voru svo góð og Michael var alveg dolfallinn af þeim hann sagði að hann hefði aldrei kynnst svona góðum krökkum áður, og þau voru líka svo góð við hann. Hann hjálpaði mér mikið, bara það að hafa hann og geta spjallað, hann er svo hlýr og góður strákur, frábær vinur. Hann fékk svo að sofa á sófanum og var með okkur allan jóladaginn. Emma vinkona er líka svo frábær, hún er einstök, hún er er mín allra best vinkona. Og hún gerði aðfangadag frábæran. 2 í jólum er svo alltaf fjölskylduboð hjá ömmu og afa, þá er spilað og farið í sjómann, og ég er ennþá ósigruð, sem betur fer, ég er ekki viss um að sjálfsvirðingin myndi þola tap. Ég er svo tapsár. Krakkarnir fóru svo til pabba þeirra eftir boðið og koma ekki heim fyrr en 3. jan. Það kom svo fullt af fólki heim til mín um kvöldið og við fórum á Amor svo í Sjallan og enduðum á Kaffi Akureyri. Ég var frekar þreytt morguninn eftir, þurfti að vinna smá, sem betur fer bara smá. Guðrún vinkona kom svo í bæinn og við stelpurnar ákváðum að skella okkur á Húsavík, að sjá Einar og félaga taka nokkur vel valin lög eftir Pink floyd á Sölku. Við sátum með gæsahúð og með tárin í augunum þegar þeir spiluðu nokkur lög. Þeir voru svo rosalega góðir. 4 stjörnur, það var líka gaman að því að þeir byggðu þetta upp með smá fróðleik og spjalli við áhorfendur, þar sem við drukkum í okkur allan fróðleik um Pink floyd. Svo var Emmu og Guðrúnu mútað með mat og við kíktum í smá teiti þar sem var sungið, spjallað og mikið leikið og þar fóru Einar og Guðrún vinkona á kostum, en Skinkan átti sína gullmola alveg skuldlaust og stóð sig í sýnu hlutverki sem allsherjar partýskemmtikraftur. Á föstudaginn fór svo Guðrún vinkona aftur í skagafjörðinn og við Emma skelltum okkur í bíó á Golden compass, sem er bara alveg ágæt skemmtun, og reyndar hló ég mjög mikið þegar upp komst um smá mistök í myndinni þegar Norðmennirnir í litla þorpinu töluðu reiprennandi Íslensku, þá sprakk salurinn úr hlátri. Eftir bíó fórum við á Amor og dönsuðum aðeins og svo var farið snemma heim og ég svaf til 14:30 geðveikt... það er svo langt síðan að ég hef sofið svona. Ég fór svo aftur snemma að sofa á laugardagskvöldið og svaf til 15 í dag. Ég er að spá í hvort að ég eigi að fara á tónleika með Helga og hljóðfæraleikurunum í kvöld, en ég ætla að sjá til hvað ég geri. kannski sef ég bara meira, ég hef ekki gert þetta síðan ég veit ekki hvenær. Djö.... er þetta gott, vil ekki vinna á morgun en ég verð. Svo er bara gamlárskvöld með fjölskyldunni og svo að vinna á Amor frá kl 01:00 og svo er staffadjamm 1. jan á Amor og við höfum staðinn útaf fyrir okkur. Úff svo bara vinna aftur á fullu 2. jan og þá verður maður bara kominn aftur í rútínuna. En ég ætla að fara að búa til sósuna og leggja á borðið áður en Michael kemur. Og vonandi verð ég hressari á morgun.
bæjó frábæra fólk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2007 | 17:03
PIRRUÐ!!!!HEILBRIGÐISKERFIÐ!!!!UUURRR!!!!DÓMSKERFIÐ!!!!BANKARNIR!!!!
HÆ!
Núna er gamla þokkalega pirruð, litli strákurinn minn er lasinn, greyið. Og það er bara flensan, sem betur fer, en þetta helvítis biðstofukjaftæði er að gera mig vitlausa, og endalausar tilvísanir fram og til baka, þetta er bara farið að minna á hið al-íslenska dómskerfi, þar sem allir benda á hvorn annan og ekkert gerist. Ég var orðin svo pirruð að það munaði minnstu að ég hellti mér yfir afgreiðslukellinguna, enda á ég harma að hefna gagnvart henni. Það er svo margt sem hefur verið algjört klúður, bæði gagnvart börnunum mínum og mér. Og ég skammast mín bara ekkert fyrir að verða brjáluð. En þetta eru sjálfsagt einhverjar háleitar vinnu og verklagsreglur sem einhverjir gáfumenn fundu uppá til hagræðingar fyrir þá, en við litlu vinnumaurarnir með litla heilann, skiljum bara ekkert í, en hvað veit ég helvítis heimskinginn, litli verkamanna auminginn.
En nóg komið af gremju. Og þó, kannski ekki!!! Svo maður tali nú ekki um þetta dómskerfi, það mætti halda að það sé allur kjarkur horfin úr þessum mönnum og konum, dómarnir í kynferðisbrotamálum er náttúrulega bara hlægilegur, við ættum að skammast okkar og grafa holu fyrir okkur henda okkur ofan í og fá svo perrana til að grafa yfir okkur, því að þeir eru sjálfsagt að hlæja af okkur.
Húsnæðislánin hjá bönkunum... vill ekki einhver senda nokkra gáma af sleipiefni til íslands svo að við grenjum ekki á meðan bankarnir ríxx okkur í rxxxxxxxx. Sorry, en þetta er satt, og hvað gerum við þjóðin á meðan á þessu stendur við bítum í koddann..á meðan "greyin" sem eiga bankana þjösnast á okkur eins og þeim sýnist, en gerum við eitthvað til að stoppa þetta brjálæði? Nei, við grenjum í laumi og bætum við okkur vinnu, gleymum börnunum, kallinum, fjölskyldunni, vinunum, og gleymum okkur í þessari geðveiki sem gerir okkur sturluð úr græðgi. En, hvað með það, eða hvað?
Ég vil ekki meira af þessu kjaftæði... ég segi STOPP!!!!!!!!!
Kveðja
Pirraða Þóra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2007 | 23:03
Löt, löt og aftur löt!
Hæ fólk!
Ég er orðin alveg ótrúlega löt við að blogga, ég er eitthvað svo tóm, kannski að það sé bara þreyta? Hver veit?
En annars er mest lítið að frétta. Ég er bara að vinna núna og reyna að vera húsmóðir, og það er svo ekki ég. Ég hef gaman af því að bjóða fólki í mat, en nenni ekki að elda þegar ég er ein. Þegar börnin mín eru ekki heima þá borða ég stundum ekkert alla helgina, mér finnst svo erfitt að vera ein. Ekkert smá sorgleg!!!!!!!!!! Ég þarf alltaf að hugsa um einhvern/hverja til að geta hugsað um mig.´
Ég fór til miðils um daginn sem heitir Malory og er bresk. Og hún hræddi mig... en ég er nú kannski ekki bókstafstrúar, en það var óhugnanlega margt sem hún sagði sem ég gat tileinkað mér, og stundum þarf maður bara svona smá klapp á bakið. Ég er búin að vera pínu sorgmædd og einmanna uppá síðkastið, kannski jólin, veit ekki. Ég þarf bara smá knús, pínu faðm og einhvern sem fær mig til að hlæja. Ég sakna þess að eiga kærasta, mig langar ekki í mann, það er bara þannig ennþá. Ég þarf tíma til að ná áttum og vera sátt við sjálfa mig. Sjálfsvirðingin mín hefur samt tekið heljarstökk á síðustu mánuðum, og ég er mun sáttari við sjálfa mig en ég hef verið síðustu 10-12 árin. Ég er alltaf að læra betur og betur inn á mig, og það er ótrúlega gaman. Ég veit líka núna hvað ég vil ekki í lífinu og ég er komin með markmið til að stefna að. Ég veit hvað ég vil gera eftir 10- 15 ár. Og ég hlakka til, núna er ég bara að leita leiða til að komast þangað, og ég ætla langt. Get, ætla, skal = gæs. Það er svo margt sem ég hef frestað, til að þóknast öðrum, en núna er það búið. En yfir í annað.
Ég var að spjalla í gærkvöldi á skypinu við Willem gamlan kærasta frá Hollandi og það var ótrúlega gaman, en erfitt, hann er sjálfsagt ein stærsta ástin sem ég hef átt í lífinu og það var hrikalegt að reyna að gleyma honum, og ég komst að því í gær, að því er eins farið hjá honum. Bitter sweet. Þannig leið mér í gær, og ég vil helst ekki opna þessa hurð aftur. Hann er ennþá jafn fallegur, skemmtilegur og flottur gaur. En þetta er að baki og ég get ekki snúið til baka, það væri sjálfsmorð. ég trúi því líka að þetta verði ein af ljúfu minningunum sem ég á alltaf eftir að muna og fá fiðrildi í magann. En nóg af drama.
En ég er veik fyrir hávöxnum, dökkhærðum mönnum, sem eru gáfaðir, vel lesnir, kunna að rökræða og meta list. En þeir þurfa líka að geta komið mér til að hlæja, og geta reitt mig til reiði. Og þeir verða og eiga að bera virðingu fyrir mér. En ég er ekki að flýta mér, og ekki að leita ég trúi því að ég eigi eftir að nánast detta um næsta mann sem ég kynnist. En núna er ég hætt!!!
bæjó
Þóra Kristín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2007 | 19:01
Helgin-skólinn
Hæ, hæ!
Hér er fínt að frétta, ég er bara búin að vera hrikalega löt að blogga síðustu daga. Ég er svolítið eftir mig eftir síðustu helgi, enda var mikið drukkið og dansað. Ég var að skemmta mér með strákunum á fimmtudagsnóttina til kl 04:00 og fór að vinna kl 08:00, á föstudaginn var ég með partý heima hjá mér og var að drattast heim um kl 05:00 eftir að hafa dansað af mér lappirnar, á laugardaginn fór ég svo að sjá kabarettinn "brátt sáðlát" í Freyvangsleikhúsi. Emma vinkona lék þar af stökustu snilld og þetta var mjög fyndið og skemmtilegt. og eftir kabarettinn var stólað upp og haldið ball, og þar var sko dansað. Ég get nú ekki dansað gömludansana fyrr en eftir að hafa innbirt töluvert magn af áfengi, sem ég og betur fer gerði, annars væru nokkrir karlmenn sjálfsagt uppá sjúkrahúsi með tábrot, hælbrot eða eitthvað þaðan af verra. þetta var æðislegt kvöld. eftir ballið í Freyvangi var svo farið á kaffi Amor og haldið áfram að dansa, og svo nokkrir skandalar. Smá mórall daginn eftir. Ég ætla svo að vera í fríi eftir hádegi á morgun, en það er frí í leikskólanum eftir mat. það eru alltaf frí eða fundir í þessum skólum og leikskólum. Ég skil ekki alveg tilganginn með lengdu skólaári, af hverju ekki að reyna að þjappa þessu saman og leyfa svo krökkunum að fá almennilegt sumarfrí og jólafrí. Ég er að verða brjáluð á þessari vitleysu, og fyrst ég er byrjuð þá er ég alfarið á móti heimalærdómi upp í 8. bekk. Þessi krakka grey eiga bara að fá að klára vinnuna sína áður en þau fara heim. Ég efast um að við værum ánægð með að taka alltaf 1-2 klst. af vinnu með okkur heim á daginn. Þetta er bara rugl, svo vil ég fá skólabúninga á alla krakka í grunnskólum landsins, og hafa aukna áherslu á einstaklingsmiðað nám. Við erum öll svo einstök. Og ég vil að við hættum að berja alla í sama mótið, þetta er óþolandi. En núna er ég farin að verða verulega pirruð, þannig að ég ætla að hætta núna áður en ég reyti einhverja til reiði.
En ég komst líka að því að ég er fordómafull. en ég ætla geyma það þangað til næst. Ég þarf að hugsa vel áður en ég skrifa um það af því að þá eiga einhverjir eftir að verða brjálaðir. En þetta eru víst mínar skoðanir og ég á fullann rétt á þeim, sem betur fer. Það getur enginn bannað mér að hafa þær, hvort sem ykkur þyki þær réttar eða rangar.
Bæjó
Þóra Kristín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2007 | 05:42
Bara klúður!
Hæ, hæ!
Núna er klukkan 05:15 og ég var að skríða heim úr vinnunni, og ég er í djúpum skít. Ég gleymdi vinnusímunum, báðum af bílaleigunni, í hinni vinnunni (kaffi Amor). Þetta er búin að vera hrikaleg helgi, ég vann 21 klukkutíma á föstudaginn og 20 klst. á laugardaginn. úff hvað ég er þreytt í skrokknum. Ég er reyndar svo uppspennt núna eftir vinnuna á kaffinu að ég er að spá í að fá mér 1 Thule og skella Pulp fiction í videoið. og vona að ég sofni fljótlega. ég á svo erfitt með að sofna þegar ég er búin að vinna svona lengi.
Annars er nú mest lítið að frétta, ég og gaurinn erum hætt að hittast og ég er á hálfgerðum bömmer yfir því, eiginleg bara ofboðslega svekkt. Ég var að fíla þennan gaur alveg í ræmur og ég sakna þess að heyra í honum. En ég hefði ekki átt að vera að spyrja spurninga sem ég vildi ekki heyra svarið við, þannig að þetta er víst miður búið, snökt, snökt. Ég var eiginlega bara grátandi allan daginn sem þetta gerðist, en sem betur fer sá hann það ekki og honum er sjálfsagt skít sama. En svona er nú víst lífið, og ég jafna mig vonandi fljótlega. Það vantar nú samt ekki mennina í lífið hjá mér og ég skil ekki alveg hvað er að gerast, því að ég er ekki vön að fá svona ofboðslega mikla athygli. En ég er ennþá með gaurinn í huganum og er ekki alveg til í að láta drulla svona yfir mig aftur í bráð. Win some, lose some. Ég er samt að hugsa um að fara til Reykjavíkur næstu helgi að djamma með strákunum, það er voða freistandi, en Emma vinkona er líka að fara að leika í sýningu og hún var að bjóða mér á hana, líka næstu helgi og mig langar að sjá hana líka. ég veit ekkert hvað ég á að gera. Það ræðst bara næstu daga. En ég er bara svo hrædd um að gera einhvern andskotann af mér þegar mér líður eins og mér líður núna. En nóg af þessu volæði, ég ætla að setja inn 3 myndir núna og fara svo að sofa. þær eru af vinum mínum, Fúsa, Gunna og Kristjáni, en þeir kíktu í vinnuna til að reyna að hressa mig við um helgina. Ég elska þá alla þeir eru yndislegir.
Ég vona bara að það verði ekki 10 misst calls á vinnusímunum á morgun. best að kíkja á textavarpið áður en ég fer að sofa, og ath. hvenær fyrsta flug er. Góða nótt yndislega fólk.
Kveðja Þóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2007 | 21:09
Nú á að reyna að vera dugleg!!!
Hæ, hæ skemmtilega fólk!!!
Núna er Þóra gamla að reyna að byrja að taka á því aftur, enda tími til komin. Ellismellurinn farin að reyna að sprikla eitthvað í ræktinni, úff strengir, en samt ekki slæmir í dag, verða örugglega verri á morgun, það voru nefnilega lappir í dag + 200 kviðæfingar, BURT MEÐ MAGANN!!! engin ástahöld meir.
Þetta er erfitt en gaman og þetta var mjög gaman í dag af því að Emma vinkona kom með mér, við settum Sigurbjörgu "mína" og Blæng "hennar" í pössunina á meðan og púluðum svo í klukkutíma. Tíminn líður miklu hraðar þegar maður er í svona skemmtilegum félagsskap. Ég var bara mjög ánægð með að hafa drifið mig aftur í dag og ég var búin að gleyma hvað ég verð fljótt háð því að lyfta, ég er svo manísk þegar ég byrja. Ég þarf alltaf að verða rosalega sterk, og það kom upp í dag líka alveg um leið, keppnisskap er ekki alltaf gott.
En það var nóg að gera í vinnunni í dag og ég er orðin pínu þreytt, ég get ekki sofnað fyrr en augun eru komin í kross og ég er vöknuð á undan vekjaraklukkunni á morgnana og svona er þetta búið að vera í ca. 3 vikur. Ég er að vona að ræktin hjálpi mér eitthvað með þetta, en ef ekki þá GUÐ hjálpi öllum í kringum mig. Emma vinkona færði mér í dag einhverjar náttúrulegar svefntöflur og ég ætla að prófa, ég er vissum að ég myndi prófa að éta fífla ef það myndi gera gagn. En ég svaf nokkuð vel um helgina og ég held að það sé einhverjum öðrum að þakka en mér, takk Kxxxxxxx. Ég held nefnilega að góð og holl hreyfing sé málið..HEHEHE.
Ég verð sennilega enn og aftur ein í vinnunni á morgun, en það er allt í lagi, af því að ég er búin að vinna vel í vikunni, en það var til að reyna að létta hjá mér helgina,af því að ég verð að vinna á Kaffi Amor föstudags og laugardags kvöldið.Ég er samt alveg að fíla það að vinna svona á bar aftur eftir gott hlé. Það er samt stundum eins og maður sé hálf þunnur daginn eftir, þið vitið hávaðinn og lætin, en þetta er samt eiginlega bara gaman. En gaurinn er hættur við að koma norður um helgina og ég varð eiginlega bara fúl á móti, hálf barnaleg ekki satt? Eða kannski bara frek? Hvað er málið? Reyndar var mér bent á að þetta væri bara gredda enda væri ég að komast á blómaskeið kvenna 30-40 ára, en ég er nú bara 29 ennþá, kannski er ég bara svona bráðþroska, hehehe, greyið allir litlu strákarnir þarna úti. Gamla kannski bara komin með gráafiðringinn. hehehehehehe Ykkur finnst þetta kannski ekki fyndið, en mér finnst það....enda myndu þið hlæja ef þið sæjuð sumt sem ég er að hugsa núna, tíhí. En vonandi er ég nú ekki búin að fæla mann greyið burt með fýlu og frekju, mér finnst alltof mikið varið í þennan strák. Sætur, skemmtilegur, vel vaxinn, klár, góðan húmor og stendur sig vel í lífinu þetta er enginn andskotans mömmu strákur sem maður þarf að mata og ala upp. Hann verður seint "fúll og feitur", eða það ætla ég rétt að vona. Þá verð ég sár, mjög sár.
En nóg af þessu bulli ég ætla að fara að vera leiðinlega mamman og fara að slökkva á sjónvarpinu hjá krökkunum og segja þeim að loka augunum og fara að sofa. Og ég ætla að prófa þetta náttúrulyf sem Emma gaf mér, kannski er ég orðin svona leiðinleg við hana, vona ekki hún á það síst skilið.
Hafið það sem allra best.
Þóra svefnlausa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)